Hverfisráð Háaleitis og Bústaða - Fundur nr. 59

Hverfisráð Háaleitis og Bústaða

Hverfisráð Háaleitis

Ár 2008, fimmtudaginn 28. ágúst, var haldinn 59. fundur í hverfisráði Háaleitis. Fundurinn var haldinn á Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, Síðumúla 39 og hófst kl. 14:15. Viðstaddir voru Jóna Lárusdóttir, Hörður Oddfríðarson og Sverrir Bollason, varamaður Sigrúnar Elsu Smáradóttur. Einnig sat fundinn Aðalbjörg Traustadóttir, framkvæmdarstjóri Þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Hörður Oddfríðarson frá Samfylkingu og Ragnhildur Jónasdóttir frá Framsókn boðin velkomin í hverfisráð Háaleitis.

2. Fjallað um styrkumsóknir í Forvarna- og framfararsjóð Reykjavíkur vegna verkefna sem tengjast Háaleitishverfi og unnið að gerð umsagna á grundvelli 7. gr. úthlutunarreglna sjóðsins.

3. Formanni og framkvæmdastjóra falið að ganga frá umsögnum hverfisráðs og senda ráðgjafahópi um mat á umsóknum um styrki úr sjóðnum. Hverfisráð bendir á nauðsyn þess að sett verði skýrari viðmið um frágang umsókna í sjóðinn.

4. Næsti fundur hverfisráðs verður haldinn þriðjudaginn, 9. september kl. 14:30

Fundi slitið kl. 15:00

Jóna Lárusdóttir

Hörður Oddfríðarson Sverrir Bollason