Hverfisráð Laugardals - Fundur nr. 23

Hverfisráð Laugardals

Ár 2005, þriðjudaginn 15. mars, var haldinn 23. fundur Hverfisráðs Laugardals. Fundurinn var haldinn í Vogaskóla og hófst kl. 20:05. Viðstaddir voru Björk Vilhelmsdóttir, Guðný Aradóttir, Jórunn Frímannsdóttir og Jóna Hrönn Bolladóttir. Jafnframt sátu fundinn Marsibil Sæmundsdóttir formaður Forvarnanefndar Reykjavíkur, Jón Sigfússon frá Rannsóknum og greiningu, Aðalbjörg Traustadóttir framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvarinnar í Laugardal/Háaleiti, Guðrún Jack hverfislögreglumaður, Heiðar Jón Hannesson formaður unglingaráðs Þróttar, Hólmfríður Helgadóttir nemandi í Vogaskóla, Árni Kristjánsson nemandi í Langholtsskóla og Árni Pétur Árnason frá Laugalækjarskóla. Jafnframt sat fundinn Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir frá Þjónustu- og rekstrarsviði sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Könnun á högum og líðan ungmenna í Laugardal.
Jón Sigfússon greindi frá helstu niðurstöðum könnunar Rannsóknar og greiningar á högum og líðan ungmenna í Laugardal.

2. Viðurkenning til 10. bekkinga í hverfinu.
Í ljósi góðrar niðurstöðu hverfisins í könnun Rannsóknar og greiningar á högum og líðan ungmenna í Laugardal veitti Hverfisráð Laugardals 10. bekkingum í Langholtsskóla, Laugalækjarskóla og Vogaskóla verðlaun fyrir að velja heilbrigðan lífsstíl. Skólarnir fengu styrk að upphæð 1000 kr. fyrir hvern nemanda í 10. bekk. Laugalækjaskóli kr. 86.000, Langholtsskóli kr. 33.000 og Vogaskóli kr. 45.000, samtals kr. 164.000. Fulltrúar nemenda veittu viðurkenningunum viðtöku.

3. Drög að nýrri stefnu Forvarnanefndar Reykjavíkurborgar.
Marsibil Sæmundsdóttir kynnti drög að nýrri stefnu Forvarnanefndar Reykjavíkurborgar.

4. Pallborðsumræður undir lið 1, 2 og 3.

Fundi slitið kl. 22:30

Björk Vilhelmsdóttir

Guðný Aradóttir Jórunn Frímannsdóttir