Borgarráð - Fundur nr. 4907

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2005, fimmtudaginn 13. október, var haldinn 4907. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:05. Viðstaddir voru Alfreð Þorsteinsson, Árni Þór Sigurðsson, Björk Vilhelmsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sátu fundinn Ólafur F. Magnússon og sviðsstjóri stjórnsýslu- og starfsmannasviðs í fjarveru borgarstjóra.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 23. ágúst. R05010025

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 7. október. R05010029

3. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 5. október. R05010035

4. Lögð fram fundargerð jafnréttisnefndar frá 6. október. R05010037

5. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 12. október. R05010010
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

6. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 8 mál. R05090196

7. Lagt fram bréf stjórnsýslu- og starfsmannasviðs, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur umsókna um áfengisveitingaleyfi, alls 3 mál. R05050108

8. Rætt um fjárhagsáætlun ársins 2006.
Lögð fram bréf sviðsstjóra umhverfissviðs frá 10. þ.m. varðandi setningu gjaldskrár vegna handsömunar katta í Reykjavík og hækkun á gjaldskrám fyrir meindýravarnir, mengunar- og heilbrigðiseftirlit og sorphirðu. Jafnframt lögð fram bréf sviðsstjóra umhverfissviðs, dags s.d., þar sem lagðar eru til hækkanir á ramma sviðsins, samtals að fjárhæð 43.270 þkr. R05060167
Frestað.

- Kl. 11.42 tekur Hanna Birna Kristjánsdóttir sæti á fundinum.

9. Lagt fram bréf lögfræðings skipulags- og byggingarsviðs frá 5. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 26 við Mýrargötu. R04120051
Samþykkt.

10. Lagt fram bréf lögfræðings skipulags- og byggingarsviðs frá 5. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi auglýsingu á tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna Mýrargötusvæðis. R05100109
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað að þeir samþykki auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.

11. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 12. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi skipulagsmeðferð umsóknar um byggingarleyfi og staðfestingu byggingarleyfis vegna húsa á lóðinni nr. 24. við Skaftahlíð. R05040198
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

12. Lagt fram bréf Brynjólfs Þórs Hilmarssonar og Margrétar Marteinsdóttur frá 1. þ.m. þar sem þau óska eftir lóðinni nr. 62 við Einarsnes undir flutningshús. Jafnframt lögð fram umsögn skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 7. s.m. R05100049
Vísað til umsagnar skipulagsráðs.

13. Lagður fram dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu nr. E-2107/2005, Keflavíkurverktakar hf. gegn Reykjavíkurborg, Orkuveitu Reykjavíkur sf. og Landssíma Íslands hf. R05030077

14. Lagt fram bréf slökkviliðsstjóra Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 30. f.m. þar sem óskað er eftir heimild til að beita dagsektum á grundvelli 32. gr. laga um brunavarnir nr. 75/2000 vegna ágalla á brunavörnum húseignarinnar að Sóltúni 26. Dagsektir nemi kr. 31.600 fyrir hvern virkan dag þar til kröfur hafa verið uppfylltar. R05100093
Samþykkt.

15. Lagður fram úrskurður félagsmálaráðuneytisins frá 22. f.m. varðandi málsmeðferð á umsókn um lækkun álagðs útsvars. R05060122
Málinu vísað til meðferðar framtalsnefndar að nýju.

16. Lagt fram yfirlit yfir viðskipti við innkaupa- og rekstrarskrifstofu í september 2005, dags. 3. þ.m. R03030048

17. Lögð fram umsókn Foreldrafélags Drengjakórs Reykjavíkur frá 15. f.m. um fjárstyrk til rekstrar kórsins. R05100124
Samþykkt að veita styrk að fjárhæð 200 þkr.

18. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, varðandi kosningu fulltrúa og varafulltrúa í nefndir og ráð. R04120131
Vísað til borgarstjórnar.

Fundi slitið kl. 12:30

Björk Vilhelmsdóttir
Alfreð Þorsteinsson Árni Þór Sigurðsson
Dagur B. Eggertsson Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Hanna Birna Kristjánsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson