Hverfisráð Grafarholts og Úlfarsárdals - Fundur nr. 97

Hverfisráð Grafarholts og Úlfarsárdals

Ár 2016, mánudaginn 12. desember var haldinn 97. fundur hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals. Fundurinn var haldinn í Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts og hófst hann kl. 17.07. Viðstödd voru: Ragnar Karl Jóhannsson, Óttarr Guðlaugsson og Gunnar Kristinsson. Einnig voru viðstödd: Kristinn Steinn Traustason fulltrúi íbúasamtaka Úlfarsárdals og Sólveig Reynisdóttir framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts.

Fundarritari var Trausti Jónsson, verkefnastjóri ÞÁG.

Þetta gerðist:

1. Fram fer kynning á niðurstöðum kosninga í Hverfið mitt 2016.

2. Lagt fram erindi um fjölmenningarþing 2017.

Hverfisráð Árbæjar felur framkvæmdastjóra og verkefnastjóra ÞÁG að svara erindinu.

3. Lögð fram skýrsla innri endurskoðunar um úttekt á Þjónustumiðstöðvum og hverfisráðum. ásamt umsögn hverfisráðs.

4. Önnur mál.

a. Lokun salarins í Þórðarsveig.

Framkvæmdastjóri ÞÁG upplýsir um stöðu málsins.

b. Fulltrúar hverfisráðs og varamenn.

Umræður.

c. Skýrsla aðalfundar íbúasamtaka Úlfarsárdals.

Umræður.

d. Fyrirspurn, Óttarr Guðlaugsson. Óskar eftir viðbrögðum vegna bókunar hverfisráðs um skipulag byggingareits (Þ103) við Reynisvatn frá fundi hverfisráðs 94 í september.

e. Fyrirspurn. Er stórbílastæði samþykkt við Reynisvatnsveg?

Fyrirspurn verður send á umhverfis- og skipulagssvið.

f. Umferðaröryggisnefnd. Ákveðið að stofna nefnd um öryggismál.

Hverfisráð mun óska eftir fulltrúum úr íbúasamtökum hverfanna.

Fundi slitið kl. 18.40

Ragnar Karl Jóhannsson

Óttarr Guðlaugsson Gunnar Kristinsson