Hverfisráð Hlíða - Fundur nr. 137

Hverfisráð Hlíða

Ár 2017, fimmtudaginn 19. janúar, var haldinn 137. fundur hverfisráðs Hlíða. Fundurinn var haldinn að Laugavegi 77 og hófst kl. 16.35 Viðstödd voru: Margrét M Norðdal, Kristján Freyr Halldórsson, Örn Þórðarson, Svala Arnardóttir, Hrefna Guðmundsdóttir, Gissur Guðmundsson áheyrnarfulltrúi og Tryggvi Scheving Thorsteinsson áheyrnarfulltrúi íbúasamtaka Hlíða. Þá sátu fundinn Sigþrúður Erla Arnardóttir  og Hörður Heiðar Guðbjörnsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist

1. Fram fer kynning á fjölmenningarþingi sem haldið verður í lok febrúar.

Sabine Leskopf tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

 

2. Lögð fram kynning umhverfis- og skipulagssviðs um lýsingu/endurnýjun á Klambratúni

Hverfisráð leggur fram svohljóðandi bókun.

Hverfisráð Hlíða þakkar fyrir skjót viðbrögð til þess að bæta öryggi gangandi um túnið og lýsir yfir ánægju með endurnýjun lýsingar. Hverfisráð bendir á að óskir frá íbúum í hverfinu hafa ítrekað komið fram um jólalýsingu á túninu, að hún sé með ,,hefðbundnari‘‘ hætti, hvítar seríur í trén með mörgum perum í stað lituðu kastarana sem nú eru. Slík lýsing er hlýlegri, rómantískari en þjónar samt því hlutverki að lýsa upp skuggsæl svæði og auka öryggi. Hverfisráð Hlíða óskar eftir að það verði skoðað samhliða endurnýjun.

4.       Lagt fram bréf umhverfis og skipulagssviðs, dagsett 8. desember 2016, varðandi breytingu á aðalskipulagi vegna stefnu um íbúabyggð.

5.      Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dagsett 2. janúar 2017, vegna Skipholts 27.

6.      Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. desember 2016, vegna fyrirspurnar hverfisráðs Hlíða, dagsett 27. september 2016, um gönguljós á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar.

7.    Lagt fram svar frá umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. desember 2016, við fyrirspurn hverfisráðs Hlíða, dagsett 3. júní 2016, vegna hraðamælinga í Stigahlíð.

Hverfisráð Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun.

Hverfisráð Hlíða þakkar fyrir svarið. Mælingar sýna að hraði á þessu svæði er langt yfir mörkum. Hverfisráð óskar eftir því að farið verði í aðgerðir til þess að takmarka hraða án tafar með þrengingu á götunni eða öðrum leiðum. Hraðatakmarkandi aðgerðir í Stigahlíð samhliða fyrirhuguðum framkvæmdum við Kringlumýrarbraut eru af hinu góða en ljóst er að ekki verður af þeim alveg strax því er mikilvægt að bregðast við. 

8.      Lögð fram umsögn hverfisráðs Hlíða, dags. 16. desember 2016 um innri endurskoðun á hverfisráðum og þjónustumiðstöðum sem send var verkefnastjóra hjá skrifstofu borgarstjóra og borgarritara.

9.      Lögð fram umsögn frá fulltrúum Samfylkingar og Bjartrar framtíðar í hverfisráði Hlíða um lýsingu umhverfis- og skipulagssviðs, vegna fyrirhugaðar vinnu við gerð deiliskipulags fyrir Kringlumýrarbraut frá Miklubraut að Bústaðavegi sem send var umhverfis- og skipulagssviði, skipulagsfulltrúa, þann 18. desember 2016.

10.      Fram fer umræða um íbúafund vegna heilsueflingar.

Samþykkt að halda undirbúningsfund vegna verkefnisins í lok janúar.

11.  Fram fer umræða um öryggi gangandi vegfarenda yfir Kringlumýrarbraut til móts við Kringluna á tveimur stöðum annars vegna og hins vegar yfir Miklubraut á kaflanum Miklabraut-Langahlíð og Miklabraut-Kringlumýrarbraut.

Fundi slitið kl. 18:15

Margrét M. Norðdahl (sign)

Hrefna Guðmundsdóttir (sign) Kristján Freyr Halldórsson (sign)

Svala Arnardóttir (sign) Örn Þórðarson (sign)