Betri hverfi

Íbúar í Reykjavík geta kosið rafrænt um verkefni í hverfum borgarinnar  dagana 3. – 17. nóvember 2016.  Þetta er í fimmta sinn sem slíkar kosningar fara fram og í ár 50% meira fé til ráðstöfunar til verkefna en framkvæmt verður fyrir 450 milljónir króna í stað 300 milljóna áður. Auðvelt er að kjósa rafrænt en kjósendur verða að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum eða Íslykli.

Upplýsingar um fyrirkomulag kosninga er að finna á vefsíðunni Hverfidmitt.is
 
Hér að neðan má skoða úrslit í öllum hverfum árið 2015 með því að velja viðkomandi hverfi. Þátttaka 2015 jókst um 23,2% frá fyrra ári

Árbær - Breiðholt - Grafarholt og Úlfarsárdalur - Grafarvogur - Háaleiti og Bústaðir - Hlíðar - Kjalarnes - Laugardalur - Miðborg - Vesturbær

Fréttir - Betri hverfi

17. júní í miðbæ Reykjavíkur, ljósmyndari Peter Kidson, Ljósmyndasafn Reykjavíkur
13. júní 2017
Glæsileg hátíðardagskrá á þjóðhátíðardaginn 17. júní

Dagskrá Þjóðhátíðardagsins í Reykjavík er glæsileg en aðalhátíðarhöldin fara fram kringum tjörnina í Reykjavík en ennfremur í aðliggjandi görðum og götum. Í boði verða fjölskylduskemmtanir, tónleikar, götuleikhús, dansveisla, sirkus, leiktæki, veitingatjöld, íþrótta- og fornbílasýningar og margt margt fleira.

 

Hreinsum Reykjavík saman
26. apríl 2017
Hreinsum Reykjavík saman

Átakið Hreinsum saman - tökum þátt og tínum rusl á vegum Reykjavíkurborgar mun standa yfir daganna 2.-7. maí líkt og í fyrra. Þá tóku fjölmargir borgarbúar virkan þátt í hreinsuninni og vonir standa til að svo verði einnig núna.

Hafnarbolti í Reykjaík - Hugmyndasöfnun fyrir Hverfið mitt.
30. mars 2017
Þúsund hugmynda borgin

Hugmyndasöfnun á vefnum hverfidmitt.is gekk vonum framar en alls bárust 1.080 hugmyndir og er nýtt met. Síðast bárust 915 hugmyndir og þar áður voru þær 597 talsins.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

6 + 0 =