Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar

Barnabókaverðlaun Reykjavíkur, áður skóla- og frístundaráðs, eru veitt ár hvert, og jafnan síðasta vetrardag, við hátíðlega athöfn í Höfða. Þau eru veitt höfundum og þýðendum barnabóka fyrir metnaðarfullar ritsmíðar og þýðingar fyrir börn. Markmið þessara virtu verðlauna er að vekja athygli á þýðingu góðra bókmennta í uppeldisstarfi og því sem vel er gert á þessum mikilvæga vettvangi íslenskrar bókaútgáfu.

Í lok árs 2015 var barnabókaverðlaununum breytt og þau sameinuð Íslensku myndskreytiverðlaununum Dimmalimm. Verðlaunin eru því þrískipt, þ.e. veitt eru verðlaun fyrir bestu frumsömdu íslensku barnabókina, bestu þýðingu á barnabók yfir á íslensku og bestu myndskreytingu á íslenskri barnabók.

Verðlaunaveitingin og verkefni henni tengd verða unnin í samvinnu skóla- og frístundaráðs og menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar í bókmenntaborginni Reykjavík til að efla enn frekar áhuga barna á bókum og bóklestri.

 

 • Handhafar barnabókaverðlaunanna 2017: Linda Ólafsdóttir fyrir myndskreytingu í Íslandsbók barnanna, Halla Sverrisdóttir fyrir þýðingu sína á Innan múranna og Ragnheiður Eyjólfsdóttir fyrir bestu frumsömdu bókina, Skuggasögu - Undirheima.
 • Handhafar Barnabókaverðlaunanna 2016; fv. Salka Guðmundsdóttir, Ragnhildur Hólmgeirsdóttir og Linda Ólafsdóttir.
  Handhafar Barnabókaverðlaunanna 2016; fv. Salka Guðmundsdóttir, Ragnhildur Hólmgeirsdóttir og Linda Ólafsdóttir.
 • Birgitta Elín Hassel verðlaunaþýðandi Eleanor og Park og Bryndís Björgvinsdóttir sem fékk barnabókaverðlaunin fyrir bestu frumsömdu barnabókina 2015, Hafnfirðingabrandarann.
  Birgitta Elín Hassel verðlaunaþýðandi Eleanor og Park og Bryndís Björgvinsdóttir sem fékk barnabókaverðlaunin fyrir bestu frumsömdu barnabókina 2015, Hafnfirðingabrandarann.
 • Verðlaunahafar 2015; Bryndís Björgvinsdóttir og Birgitta Hassel ásamt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra, Skúla Helgasyni formanni skóla- og frístundaráðs og Brynhildi Björnsdóttur formanni valnefndar.
  Verðlaunahafar 2015; Bryndís Björgvinsdóttir og Birgitta Hassel ásamt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra, Skúla Helgasyni formanni skóla- og frístundaráðs og Brynhildi Björnsdóttur formanni valnefndar.
 • Andri Snær Magnason handhafi barnabókaverðlauna skóla- og frístundaráðs 2014 fyrir bókina Tímakistan ásamt sonum Þórarins Eldjárns sem veittu viðtöku verðlaunum í hans stað fyrir best þýddu barnabókina, Veiða vind.
  Andri Snær Magnason handhafi barnabókaverðlauna skóla- og frístundaráðs 2014 fyrir bókina Tímakistan ásamt sonum Þórarins Eldjárns sem veittu viðtöku verðlaunum í hans stað fyrir best þýddu barnabókina, Veiða vind.
 • Andri Snær færði Reykjavíkurborg margar þýðingar af barnabókinni Bláa hnettinum þegar hann tók á móti verðlaunum skóla- og frístundaráðs vorið 2014.
  Andri Snær færði Reykjavíkurborg margar þýðingar af barnabókinni Bláa hnettinum þegar hann tók á móti verðlaunum skóla- og frístundaráðs vorið 2014.
 • Guðni Kolbeinsson og Anna Heiða Pálsdóttir verðlaunahafar barnabókaverðlaunanna 2013.
  Guðni Kolbeinsson og Anna Heiða Pálsdóttir verðlaunahafar barnabókaverðlaunanna 2013.

Dómnefnd barnabókaverðlauna skóla- og frístundaráðs fyrir árið 2017 er skipuð Brynhildi Björnsdóttur formanni, Jónu Björgu SætranGunnari Birni MelstedDavíð Stefánssyni fulltrúa Rithöfundasambands Íslands og Þórdísi Aðalsteinsdóttur fulltrúa frá Sambandi íslenskra myndlistarmanna. 

Á sýningu á myndskreytingum úr íslenskum barnabókum í Gerðubergi í febrúar 2017 var tilkynnt hvaða fimm bækur í hverjum flokki eru tilnefndar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkur 2017. 

Besta myndskreytta barnabókin á árinu 2016;
Hafsteinn Hafsteinsson fyrir Enginn sá hundinn – útg. Mál og menning
Linda Ólafsdóttir fyrir Íslandsbók barnanna – útg. Iðunn
María Sif Daníelsdóttir fyrir Vísnagull – útg. Tónagull
Lína Rut Wilberg fyrir Þegar næsta sól kemur – útg.  NB forlag
Halla Sólveig Þorgeirsdóttir fyrir Ævintýrið af Sölva og Oddi konungi – útg. Töfrahurð

Verðlaunin komu í hlut Lindu Ólafsdóttur 

Besta þýðing á barna- og unglingabók á árinu 2016;
Harpa Magnadóttir fyrir þýðingu sína á bókinni 172 tímar á tunglinu eftir norska rithöfundinn Johan Harstad – útg. Björt (Bókabeitan).
Ingibjörg Hjartardóttir,  fyrir þýðingu sína á bókinni Annað land eftir sænska rithöfundinn Håkan Lindquist – útg. Salka
Lemme Linda Saukas Ólafsdóttir  fyrir þýðingu sína á Einhver Ekkineinsdóttir eftir eistnesku skáldkonuna Kåtlin Kaldmaa – útg. Bókstafur
Halla Sverrisdóttir fyrir þýðingu sína á bókinni Innan múranna eftir bandarísku skáldkonuna Nova Ren Suma – útg. Björt (Bókabeitan)
Guðni Kolbeinsson fyrir þýðingu sína á Norn eftir dansk/sænska tvíeykið Kim Fupz Aakeson og Rasmus Bregnhöi – útg. Mál og menning

Verðlaunin komu í hlut Höllu Sverrisdóttur. 

Besta frumsamda barna- og unglingabókin á árinu 2016;
Hildur Knútsdóttir og Þórdís Gísladóttir fyrir Dodda – bók sannleikans – útg. Bókabeitan
Margrét Tryggvadóttir fyrir Íslandsbók barnanna – útg. Iðunn
Þórey Mjallhvít H. Ómarsdóttir fyrir Ormhildarsögu – útg. Salka
Ragnheiður Eyjólfsdóttir fyrir Skuggasögu II: Undirheima – útg. Mál og menning
Hildur Knútsdóttir fyrir Vetrarhörkur – útg. JPV

Verðlaunin komu í hlut Ragnheiðar Eyjólfsdóttur. 

Barnabókaverðlaunin eru hefðinni samkvæmt afhent síðasta vetrardag í Höfða. 

Þegar þau voru afhent í 45. skipti vorið 2017 og komu þá í hlut Ragnheiðar Eyjólfsdóttur fyrir bókina Skuggasaga - Undirheimar, seinna bindið af tvíleik. Halla Sverrisdóttir fékk þau fyrir þýðingu sína á bókinni Innan múranna og Linda Ólafsdóttir fyrir myndlýsingu í Íslandsbók barnanna.

 

 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

2 + 2 =