Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar

Barnabókaverðlaun Reykjavíkur, áður skóla- og frístundaráðs, eru veitt ár hvert, og jafnan síðasta vetrardag, við hátíðlega athöfn í Höfða. Þau eru veitt höfundum og þýðendum barnabóka fyrir metnaðarfullar ritsmíðar og þýðingar fyrir börn. Markmið þessara virtu verðlauna er að vekja athygli á þýðingu góðra bókmennta í uppeldisstarfi og því sem vel er gert á þessum mikilvæga vettvangi íslenskrar bókaútgáfu.

Í lok árs 2015 var barnabókaverðlaununum breytt og þau sameinuð Íslensku myndskreytiverðlaununum Dimmalimm. Verðlaunin eru því þrískipt, þ.e. veitt eru verðlaun fyrir bestu frumsömdu íslensku barnabókina, bestu þýðingu á barnabók yfir á íslensku og bestu myndskreytingu á íslenskri barnabók.

Verðlaunaveitingin og verkefni henni tengd verða unnin í samvinnu skóla- og frístundaráðs og menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar í bókmenntaborginni Reykjavík til að efla enn frekar áhuga barna á bókum og bóklestri.

 

  • Handhafar barnabókaverðlaunanna 2017: Linda Ólafsdóttir fyrir myndskreytingu í Íslandsbók barnanna, Halla Sverrisdóttir fyrir ""
  • Handhafar Barnabókaverðlaunanna 2016; fv. Salka Guðmundsdóttir, Ragnhildur Hólmgeirsdóttir og Linda Ólafsdóttir.
  • Birgitta Elín Hassel  og Bryndís Björgvinsdóttir
  • Bryndís Björgvinsdóttir Birgitta Hasse, borgarstjóri, Brynhildur Björnsdóttir og SKúli Helgason.
  • Andri Snær Magnason  ásamt sonum Þórarins Eldjárns
  • Andri Snær færði Reykjavíkurborg margar þýðingar af barnabókinni Bláa hnettinum
  • Guðni Kolbeinsson og Anna Heiða Pálsdóttir verðlaunahafar barnabókaverðlaunanna 2013.
  • Verðlaunahafar vorið 2016. ""

Dómnefnd barnabókaverðlauna skóla- og frístundaráðs fyrir árið 2017 er skipuð Brynhildi Björnsdóttur formanni, Jónu Björgu SætranGunnari Birni MelstedDavíð Stefánssyni fulltrúa Rithöfundasambands Íslands og Þórdísi Aðalsteinsdóttur fulltrúa frá Sambandi íslenskra myndlistarmanna. 

Á sýningu á myndskreytingum úr íslenskum barnabókum í Gerðubergi í febrúar 2017 var tilkynnt hvaða fimm bækur í hverjum flokki eru tilnefndar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkur 2017. 

Besta myndskreytta barnabókin á árinu 2016;
Hafsteinn Hafsteinsson fyrir Enginn sá hundinn – útg. Mál og menning
Linda Ólafsdóttir fyrir Íslandsbók barnanna – útg. Iðunn
María Sif Daníelsdóttir fyrir Vísnagull – útg. Tónagull
Lína Rut Wilberg fyrir Þegar næsta sól kemur – útg.  NB forlag
Halla Sólveig Þorgeirsdóttir fyrir Ævintýrið af Sölva og Oddi konungi – útg. Töfrahurð

Verðlaunin komu í hlut Lindu Ólafsdóttur 

Besta þýðing á barna- og unglingabók á árinu 2016;
Harpa Magnadóttir fyrir þýðingu sína á bókinni 172 tímar á tunglinu eftir norska rithöfundinn Johan Harstad – útg. Björt (Bókabeitan).
Ingibjörg Hjartardóttir,  fyrir þýðingu sína á bókinni Annað land eftir sænska rithöfundinn Håkan Lindquist – útg. Salka
Lemme Linda Saukas Ólafsdóttir  fyrir þýðingu sína á Einhver Ekkineinsdóttir eftir eistnesku skáldkonuna Kåtlin Kaldmaa – útg. Bókstafur
Halla Sverrisdóttir fyrir þýðingu sína á bókinni Innan múranna eftir bandarísku skáldkonuna Nova Ren Suma – útg. Björt (Bókabeitan)
Guðni Kolbeinsson fyrir þýðingu sína á Norn eftir dansk/sænska tvíeykið Kim Fupz Aakeson og Rasmus Bregnhöi – útg. Mál og menning

Verðlaunin komu í hlut Höllu Sverrisdóttur. 

Besta frumsamda barna- og unglingabókin á árinu 2016;
Hildur Knútsdóttir og Þórdís Gísladóttir fyrir Dodda – bók sannleikans – útg. Bókabeitan
Margrét Tryggvadóttir fyrir Íslandsbók barnanna – útg. Iðunn
Þórey Mjallhvít H. Ómarsdóttir fyrir Ormhildarsögu – útg. Salka
Ragnheiður Eyjólfsdóttir fyrir Skuggasögu II: Undirheima – útg. Mál og menning
Hildur Knútsdóttir fyrir Vetrarhörkur – útg. JPV

Verðlaunin komu í hlut Ragnheiðar Eyjólfsdóttur. 

Barnabókaverðlaunin eru hefðinni samkvæmt afhent síðasta vetrardag í Höfða. 

Þegar þau voru afhent í 45. skipti vorið 2017 og komu þá í hlut Ragnheiðar Eyjólfsdóttur fyrir bókina Skuggasaga - Undirheimar, seinna bindið af tvíleik. Halla Sverrisdóttir fékk þau fyrir þýðingu sína á bókinni Innan múranna og Linda Ólafsdóttir fyrir myndlýsingu í Íslandsbók barnanna.

 

 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

8 + 8 =