Árbær

Árbær

Hverfið samanstendur af Ártúnsholti, Bæjum, Hálsum, Selási og Norðlingaholti. Í hverfinu er stórt atvinnusvæði þar sem mörg af stærstu fyrirtækjum landsins eru með aðsetur.

Eitt af einkennum hverfisins er mikil nánd við náttúruna. Við hverfið er ein helsta útivistarperla borgarinnar, Elliðaárdalurinn. Dalurinn er afar vinsæll meðal hverfisbúa til íþróttaiðkunar og útivistar. Ein fjölsóttasta sundlaug landsins, Árbæjarlaug, er í hjarta hverfisins. Hverfið státar einnig af metnaðarfullu starfi í átta leikskólum, fjórum grunnskólum og fjórum frístundaheimilum, tveimur öflugum félagsmiðstöðvum, Árbæjarsafni og íþróttafélaginu Fylki.

Reykjavíkurborg rekur víðtæka þjónustu í hverfinu, meðal annars í gegnum Þjónustumiðstöð Árbæjar sem staðsett er í Hraunbæ 115.

Fréttir úr hverfinu

Frá fundinum í gær.
18. nóvember 2014
Í gær fór fram á Kjarvalsstöðum fyrsti opni fundur Stjórnkerfis- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar. Á fundinum sem bar yfirskriftina “Málefni hverfanna“ var fjallað um þróun í nærþjónustu í Breiðholti, hlutverk og framtíð hverfaráða og almennt um hverfalýðræði og þróun hverfavæðingar í Reykjavíkur.
Bragi Freyr glaður í morgunsárið við hjólateljarann
17. nóvember 2014
Í morgun fór hjólateljarinn á stígnum við Suðurlandsbraut yfir 100.000 frá áramótum og er það táknrænt fyrir þá aukningu sem hefur orðið á hjólreiðum allt árið.   Bragi Freyr Gunnarsson,  hjólreiðamaðurinn sem fór yfir markið á þessum tímamótum, var að vonum glaður þegar hann var stöðvaður.  Hann hjólar allt árið og á því ófá tikkin á teljaranum.  „Ég hafði séð útundan mér í síðustu viku að þetta var að nálgast markið, en átti ekki von þessu,“ sagði Bragi sem fær gjafabréf frá Reykjavíkurborg í tilefni dagsins.
Góð uppskera af fínum hugmyndum. Íbúar á Kjalarnesi kusu á þessu ári að matjurtagarðar yrðu útbúnir þar.
13. nóvember 2014
Íbúar í Reykjavík hafa enn eitt árið sýnt hvað þeir eru hugmyndaríkir og lýðræðissinnaðir. Borgarbúar settu samtals inn 690 hugmyndir að verkefnum í hverfum Reykjavíkur á samráðsvefinn Betri Reykjavík. Söfnun hugmynda fyrir verkefnið Betri hverfi 2015 lauk 7. nóvember.

Pages