Árbær

  • Árbær

Hverfið samanstendur af Ártúnsholti, Bæjum, Hálsum, Selási og Norðlingaholti. Í hverfinu er stórt atvinnusvæði þar sem mörg af stærstu fyrirtækjum landsins eru með aðsetur.

Eitt af einkennum hverfisins er mikil nánd við náttúruna. Við hverfið er ein helsta útivistarperla borgarinnar, Elliðaárdalurinn. Dalurinn er afar vinsæll meðal hverfisbúa til íþróttaiðkunar og útivistar. Ein fjölsóttasta sundlaug landsins, Árbæjarlaug, er í hjarta hverfisins. Hverfið státar einnig af metnaðarfullu starfi í átta leikskólum, fjórum grunnskólum og fjórum frístundaheimilum, tveimur öflugum félagsmiðstöðvum, Árbæjarsafni og íþróttafélaginu Fylki.

Reykjavíkurborg rekur víðtæka þjónustu í hverfinu, meðal annars í gegnum Þjónustumiðstöð Árbæjar sem staðsett er í Hraunbæ 115.

Fréttir úr hverfinu

Borgin við sundin. Ljósmynd/Páll Stefánsson
05.02.2016
Borgin stendur fyrir umræðufundi um loftslagsmál á Kjarvalsstöðum 9. febrúar klukkan 20:00. Allir velkomnir.
Íbúar hafa kosið að gangstígar séu endurnýjaðir eða lagðir víða um borg. Hér er einn við Arnarbakka í Breiðholti ásamt fallegum trjá og runnabeði.
05.02.2016
Reykvíkingar kusu 107 verkefni til framkvæmda í rafrænum íbúakosningum um Betri hverfi á síðasta ári. Nú er framkvæmdum við 74 þessara verkefna lokið.
 
 
04.02.2016
Búist er við versnandi veðri á höfuðborgarsvæðinu þegar líður á daginn, sérstaklega í efri byggðum. 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

8 + 12 =