Árbær

Hverfið samanstendur af Ártúnsholti, Bæjum, Hálsum, Selási og Norðlingaholti. Í hverfinu er stórt atvinnusvæði þar sem mörg af stærstu fyrirtækjum landsins eru með aðsetur.

Eitt af einkennum hverfisins er mikil nánd við náttúruna. Við hverfið er ein helsta útivistarperla borgarinnar, Elliðaárdalurinn. Dalurinn er afar vinsæll meðal hverfisbúa til íþróttaiðkunar og útivistar. Ein fjölsóttasta sundlaug landsins, Árbæjarlaug, er í hjarta hverfisins. Hverfið státar einnig af metnaðarfullu starfi í átta leikskólum, fjórum grunnskólum og fjórum frístundaheimilum, tveimur öflugum félagsmiðstöðvum, Árbæjarsafni og íþróttafélaginu Fylki.

Reykjavíkurborg rekur víðtæka þjónustu í hverfinu, meðal annars í gegnum Þjónustumiðstöð Árbæjar sem staðsett er í Hraunbæ 115.

Fréttir úr hverfinu

16. september 2014
Umhverfisráðherra og fulltrúar Landverndar afhentu börnum og starfsfólki Grænfánann, en Selásskóli fékk fyrstur skóla á landinu grænfána á árinu 2002.   
16. september 2014
Alþjóðlega samsýningin Myndun verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, laugardaginn 20. september kl. 16. Sjö listamenn eiga verk á sýningunni: Tomas Saraceno frá Argentínu, Ernesto Neto frá Brasilíu, Ragna Róbertsdóttir frá Íslandi, Mona Hatoum frá Líbanon , Monika Grzymala frá Póllandi og Ryuji Nakamura og Rintaro Hara frá Japan.  Borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson opnar sýninguna. Sýningarstjóri er Ingibjörg Jónsdóttir.
15. september 2014
Nemendur í Ártúnsskóla tóku til hendinni á umhverfisdegi og hlúðu að grenndarskóginum í Elliðarárdalnum.

Pages