Árbær

Árbær

Hverfið samanstendur af Ártúnsholti, Bæjum, Hálsum, Selási og Norðlingaholti. Í hverfinu er stórt atvinnusvæði þar sem mörg af stærstu fyrirtækjum landsins eru með aðsetur.

Eitt af einkennum hverfisins er mikil nánd við náttúruna. Við hverfið er ein helsta útivistarperla borgarinnar, Elliðaárdalurinn. Dalurinn er afar vinsæll meðal hverfisbúa til íþróttaiðkunar og útivistar. Ein fjölsóttasta sundlaug landsins, Árbæjarlaug, er í hjarta hverfisins. Hverfið státar einnig af metnaðarfullu starfi í átta leikskólum, fjórum grunnskólum og fjórum frístundaheimilum, tveimur öflugum félagsmiðstöðvum, Árbæjarsafni og íþróttafélaginu Fylki.

Reykjavíkurborg rekur víðtæka þjónustu í hverfinu, meðal annars í gegnum Þjónustumiðstöð Árbæjar sem staðsett er í Hraunbæ 115.

Fréttir úr hverfinu

Reykjavík
26. ágúst 2015
Í ágúst á hverju ári eru veittar viðurkenningar fyrir endurbætur á eldri húsum og fallegar stofnana-, fyrirtækja- og fjölbýlishúsalóðir.    
Fulltrúar þeirra sem hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar 2015 ásamt borgarstjóra og formanni umhverfis- og skipulagsráðs
26. ágúst 2015
Árlega eru veittar viðurkenningar fyrir endurbætur á eldri húsum og fallegar stofnana-, fyrirtækja- og fjölbýlishúsalóðir.  Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis-og skipulagsráðs afhentu fegrunarviðurkenningarnar við hátíðlega athöfn í Höfða í dag.
Sesselja Traustadóttir var í fyrra heiðruð fyrir frumkvöðlastarf í þágu bættrar hjólamenningar.
25. ágúst 2015
Reykjavíkurborg leitar nú að upplýsingum um þau fyrirtæki eða stofnanir sem ættu að fá samgönguviðurkenningu borgarinnar, en hún verður veitt í tengslum við Samgönguvikuna sem haldin verður 16. - 22. september, eins og venja er.  Upplýsingar þurfa að berast í síðasta lagi 7. september.

Pages