Árbær

Árbær

Hverfið samanstendur af Ártúnsholti, Bæjum, Hálsum, Selási og Norðlingaholti. Í hverfinu er stórt atvinnusvæði þar sem mörg af stærstu fyrirtækjum landsins eru með aðsetur.

Eitt af einkennum hverfisins er mikil nánd við náttúruna. Við hverfið er ein helsta útivistarperla borgarinnar, Elliðaárdalurinn. Dalurinn er afar vinsæll meðal hverfisbúa til íþróttaiðkunar og útivistar. Ein fjölsóttasta sundlaug landsins, Árbæjarlaug, er í hjarta hverfisins. Hverfið státar einnig af metnaðarfullu starfi í átta leikskólum, fjórum grunnskólum og fjórum frístundaheimilum, tveimur öflugum félagsmiðstöðvum, Árbæjarsafni og íþróttafélaginu Fylki.

Reykjavíkurborg rekur víðtæka þjónustu í hverfinu, meðal annars í gegnum Þjónustumiðstöð Árbæjar sem staðsett er í Hraunbæ 115.

Fréttir úr hverfinu

Miðborg Reykjavíkur er litrík/ ljósmynd Gunnar Hersveinn
7. október 2015
Ferðamannamiðborgin verður til umræðu í fundarröð sem umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar stendur fyrir ásamt Hjálmari Sveinssyni, formanni umhverfis- og skipulagsráðs 13. október klukkan 20:00 á Kjarvalsstöðum á Klambratúni. Er miðborgin fyrir ferðamenn, íbúa eða alla?
Fjölmargir nýir hjólastígar hafa verið lagðir undanfarin ár og áfram verður haldið á sömu braut
7. október 2015
Ný hjólreiðaáætlun fyrir Reykjavík var samþykkt á fundi borgarstjórnar í gær.  Í henni eru sett fram markmið sem miða að því að auðvelda sem flestum að nýta sér hjólreiðar sem alvöru samgönguvalkost. Markmið eru mælanleg til að hægt verði að fylgjast með árangri áætlunarinnar.
Gengið um skógarstíg í Reykjavík
28. september 2015
Starfsmenn Reykjavíkurborgar fara nú um borgina og skoða hvar trjágróður vex inn á stíga og götur. Gróður sem tilheyrir borginni er klipptur og eigendur garða þar sem trjágróður vex út fyrir lóðarmörk eru látnir vita.   

Pages