Árbær

  • Árbær

Hverfið samanstendur af Ártúnsholti, Bæjum, Hálsum, Selási og Norðlingaholti. Í hverfinu er stórt atvinnusvæði þar sem mörg af stærstu fyrirtækjum landsins eru með aðsetur.

Eitt af einkennum hverfisins er mikil nánd við náttúruna. Við hverfið er ein helsta útivistarperla borgarinnar, Elliðaárdalurinn. Dalurinn er afar vinsæll meðal hverfisbúa til íþróttaiðkunar og útivistar. Ein fjölsóttasta sundlaug landsins, Árbæjarlaug, er í hjarta hverfisins. Hverfið státar einnig af metnaðarfullu starfi í átta leikskólum, fjórum grunnskólum og fjórum frístundaheimilum, tveimur öflugum félagsmiðstöðvum, Árbæjarsafni og íþróttafélaginu Fylki.

Reykjavíkurborg rekur víðtæka þjónustu í hverfinu, meðal annars í gegnum Þjónustumiðstöð Árbæjar sem staðsett er í Hraunbæ 115.

Fréttir úr hverfinu

27.05.2016
Fjölbreytileikanum í borginni verður fagnað í áttunda sinn í Hörpu laugardaginn 28. maí á árlegum Fjölmenningardegi borgarinnar.  Fjölmenningardagurinn hefur öðlast sess í hugum borgarbúa enda setur hátíðin skemmtilegan blæ á borgarlífið. Hátt í 15.000 manns sóttu hátíðina í fyrra og sökum vinsælda var ákveðið að færa hátíðahöldin í Hörpuna. 
Fjölmenni á málþinginu sem nú stendur yfir.
27.05.2016
Fjölmenni er á málþingi i Listasafni Reykjavíkur sem Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu standa fyrir í samvinnu við Reykjavíkurborg. Yfirskrift málþingsins er Almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu.  
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Baltasar Kormákur kvikmyndleikstjóri og eigandi RVK Studios undirrita samninginn.
27.05.2016
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Baltasar Kormákur undirrituðu í dag samning um kaup kvikmyndafyrirtækisins RVK Studios á fasteignum í Gufunesi undir kvikmyndaver.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

2 + 9 =