Árbær

Árbær

Hverfið samanstendur af Ártúnsholti, Bæjum, Hálsum, Selási og Norðlingaholti. Í hverfinu er stórt atvinnusvæði þar sem mörg af stærstu fyrirtækjum landsins eru með aðsetur.

Eitt af einkennum hverfisins er mikil nánd við náttúruna. Við hverfið er ein helsta útivistarperla borgarinnar, Elliðaárdalurinn. Dalurinn er afar vinsæll meðal hverfisbúa til íþróttaiðkunar og útivistar. Ein fjölsóttasta sundlaug landsins, Árbæjarlaug, er í hjarta hverfisins. Hverfið státar einnig af metnaðarfullu starfi í átta leikskólum, fjórum grunnskólum og fjórum frístundaheimilum, tveimur öflugum félagsmiðstöðvum, Árbæjarsafni og íþróttafélaginu Fylki.

Reykjavíkurborg rekur víðtæka þjónustu í hverfinu, meðal annars í gegnum Þjónustumiðstöð Árbæjar sem staðsett er í Hraunbæ 115.

Fréttir úr hverfinu

Gríðarlegt magn er af sandi sem þarf að fjarlægja af götum og stígum.
21. maí 2015
Vinna við hreinsun gatna og gönguleiða gengur hægar en undanfarin ár vegna gríðarlegs sandmagns á stéttum og stígum sem dreift var á gönguleiðir til hálkuvarna í vetur. 
19. maí 2015
Þrjár glæsilegar sýningar verða opnaðar í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, fimmtudaginn 21. maí kl. 17, Áfangar eftir bandaríska listamanninn Richard Serra, Athöfn og yfirskin eftir Magnús Sigurðarson og Bangsavættir eftir Kathy Clark. 
18. maí 2015
Samtal við foreldra verður haldið í annað skiptið miðvikudaginn, 20.maí í Norðlingaskóla frá kl 19:30-21:00. Foreldrafélög  Árbæjarskóla, Ártúnsskóla, Dalskóla, Ingunnarskóla, Norðlingaskóla, Selásskóla, Sæmundarskóla og þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts hafa búið til metnaðarfulla dagskrá um málefni og líðan barna í dag.

Pages