Árbær

Árbær

Hverfið samanstendur af Ártúnsholti, Bæjum, Hálsum, Selási og Norðlingaholti. Í hverfinu er stórt atvinnusvæði þar sem mörg af stærstu fyrirtækjum landsins eru með aðsetur.

Eitt af einkennum hverfisins er mikil nánd við náttúruna. Við hverfið er ein helsta útivistarperla borgarinnar, Elliðaárdalurinn. Dalurinn er afar vinsæll meðal hverfisbúa til íþróttaiðkunar og útivistar. Ein fjölsóttasta sundlaug landsins, Árbæjarlaug, er í hjarta hverfisins. Hverfið státar einnig af metnaðarfullu starfi í átta leikskólum, fjórum grunnskólum og fjórum frístundaheimilum, tveimur öflugum félagsmiðstöðvum, Árbæjarsafni og íþróttafélaginu Fylki.

Reykjavíkurborg rekur víðtæka þjónustu í hverfinu, meðal annars í gegnum Þjónustumiðstöð Árbæjar sem staðsett er í Hraunbæ 115.

Fréttir úr hverfinu

25.11.2015
Í gær var haldinn fyrsti sameiginlegi fundur fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar og borgarstjórnar. Fundurinn, sem var haldinn í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur, heppnaðist afar vel og var vel sóttur en yfir hundrað manns tóku þátt.
Rauðgulur er litur dags gegn kynbundnu ofbeldi. Hér eru Sigríður  Björk Guðjónsdóttir, Lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í rauðgulum tóni við undirritun samnings þar sem ákveðið var að vinna saman gegn heimilisofbeldi.
25.11.2015
Í dag er alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi.  Reykjavíkurborg, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í samvinnu við Kvennaathvarfið hófu í byrjun þessa árs átak gegn heimilisofbeldi sem kallast Saman gegn ofbeldi.
Nemendur í 6. bekk Ártúnsskóla gerðu líkan.
24.11.2015
Nýtt líkan af Ártúnsholti verður sýnt á íbúafundi um hverfisskipulag í Ártúnsskóla á fimmtudag kl. 19.30 – 21.  Líkanasmíðin er hluti af skapandi samráði um nýja framtíðarsýn fyrir hverfið. 
 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

2 + 8 =