Árbær

  • Árbær

Hverfið samanstendur af Ártúnsholti, Bæjum, Hálsum, Selási og Norðlingaholti. Í hverfinu er stórt atvinnusvæði þar sem mörg af stærstu fyrirtækjum landsins eru með aðsetur.

Eitt af einkennum hverfisins er mikil nánd við náttúruna. Við hverfið er ein helsta útivistarperla borgarinnar, Elliðaárdalurinn. Dalurinn er afar vinsæll meðal hverfisbúa til íþróttaiðkunar og útivistar. Ein fjölsóttasta sundlaug landsins, Árbæjarlaug, er í hjarta hverfisins. Hverfið státar einnig af metnaðarfullu starfi í átta leikskólum, fjórum grunnskólum og fjórum frístundaheimilum, tveimur öflugum félagsmiðstöðvum, Árbæjarsafni og íþróttafélaginu Fylki.

Reykjavíkurborg rekur víðtæka þjónustu í hverfinu, meðal annars í gegnum Þjónustumiðstöð Árbæjar sem staðsett er í Hraunbæ 115.

Fréttir úr hverfinu

29.04.2016
Hreinsun gatna og gönguleiða í Reykjavík gengur samkvæmt áætlun. Hreinsun forgangsleiða er lokið en í ár var byrjað á að sópa helstu stíga og stofnbrautir. „Við hreinsum fyrst þær leiðir sem flestir nota,“ segir Halldór Þór Þórhallsson, yfirverkstjóri hreinsunar hjá Reykjavíkurborg.
 
Evrópskir hreinsunardagar
29.04.2016
Reykjavíkurborg efnir til hreinsunardaga 2.--7. maí og hefur opnað skráningarsíðu þar sem hægt er að velja úr opnum leiksvæðum og nágrenni. Fyrirtæki eru sérstaklega hvött til að taka þátt. #hreinsumsaman
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Michael Green forstjóri samtakanna Social Progress Imperative við undirritun samningsins í dag
28.04.2016
Reykjavíkurborg og samtökin Social Progress Imperative skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu þess efnis að Reykjavík verði fyrsta borgin í Evrópu til að taka upp sérstaka samfélagsvísitölu sem mælir gæði samfélagsinnviða eða Social Progress Index. Endanlegt markmið með þessu er að tryggja lífskjör íbúanna.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

3 + 17 =