Árbær

Hverfið samanstendur af Ártúnsholti, Bæjum, Hálsum, Selási og Norðlingaholti. Í hverfinu er stórt atvinnusvæði þar sem mörg af stærstu fyrirtækjum landsins eru með aðsetur.

Eitt af einkennum hverfisins er mikil nánd við náttúruna. Við hverfið er ein helsta útivistarperla borgarinnar, Elliðaárdalurinn. Dalurinn er afar vinsæll meðal hverfisbúa til íþróttaiðkunar og útivistar. Ein fjölsóttasta sundlaug landsins, Árbæjarlaug, er í hjarta hverfisins. Hverfið státar einnig af metnaðarfullu starfi í átta leikskólum, fjórum grunnskólum og fjórum frístundaheimilum, tveimur öflugum félagsmiðstöðvum, Árbæjarsafni og íþróttafélaginu Fylki.

Reykjavíkurborg rekur víðtæka þjónustu í hverfinu, meðal annars í gegnum Þjónustumiðstöð Árbæjar sem staðsett er í Hraunbæ 115.

Fréttir úr hverfinu

Borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson og lögreglustjórinn í Reykjavík, Sigríður Björk Guðjónsdóttir undirrita bréf um útvistarreglur barna.
23. október 2014
Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson og lögreglustjórinn í Reykjavík, Sigríður Björk Guðjónsdóttir hittust í Ráðhúsinu í dag til að undirrita bréf sem fjölskyldur fá heimsent ásamt segli, sem minnir á útvistarreglur barna. 
Snjóruðningstækin eru af ýmsum stærðum og gerðum, allt eftir því hvar á að ryðja
21. október 2014
Allt tiltækt lið á vegum Reykjavíkurborgar hefur verið úti í nótt að ryðja götur og salta – og verður að sjálfsögðu áfram þar til allar leiðir eru greiðar. Ræst var út klukkan hálf fjögur til að salta en svo snjóaði nokkuð samfellt frá klukkan fjögur til sex og þá var skipt yfir á ruðningstennur. 
19. október 2014
Vetrarfrí verða í grunnskólum borgarinnar frá 17. - 21. október. Margt verður í boði fyrir fjölskylduna þessa frídaga, hvort heldur í frístundamiðstöðvum eða menningarstofnunum og frítt verður fyrir fullorðna í fylgd með börnum inn á söfn borgarinnar.  

Pages