Árbær

Hverfið samanstendur af Ártúnsholti, Bæjum, Hálsum, Selási og Norðlingaholti. Í hverfinu er stórt atvinnusvæði þar sem mörg af stærstu fyrirtækjum landsins eru með aðsetur.

Eitt af einkennum hverfisins er mikil nánd við náttúruna. Við hverfið er ein helsta útivistarperla borgarinnar, Elliðaárdalurinn. Dalurinn er afar vinsæll meðal hverfisbúa til íþróttaiðkunar og útivistar. Ein fjölsóttasta sundlaug landsins, Árbæjarlaug, er í hjarta hverfisins. Hverfið státar einnig af metnaðarfullu starfi í átta leikskólum, fjórum grunnskólum og fjórum frístundaheimilum, tveimur öflugum félagsmiðstöðvum, Árbæjarsafni og íþróttafélaginu Fylki.

Reykjavíkurborg rekur víðtæka þjónustu í hverfinu, meðal annars í gegnum Þjónustumiðstöð Árbæjar sem staðsett er í Hraunbæ 115.

Fréttir úr hverfinu

21. ágúst 2014
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri opnaði í dag formlega nýjan Frisbígolfvöll en  í sumar hafa verið gerðir þrír nýir vellir og eru þeir nú orðnir fimm talsins í Reykjavík.
14. ágúst 2014
Kjörsókn í nýafstöðnum borgarstjórnarkosningum var sú minnsta frá því 1928 eða 62,8%. Fjórum árum fyrr var hún 73,5%. Í þessum kosningum ákvað skrifstofa borgarstjórnar að taka saman tölur yfir kjörsókn eftir aldri. Er þetta í fyrsta sinn sem áreiðanlegar tölur um kjörsókn eftir aldri eru teknar saman á Íslandi.
14. ágúst 2014
Hátt í 1.600 sex ára börn hefja nám í grunnskólum borgarinnar nú í ágúst en skólarnir verða settir föstudaginn 22. ágúst. 

Pages