Árbær

Árbær

Hverfið samanstendur af Ártúnsholti, Bæjum, Hálsum, Selási og Norðlingaholti. Í hverfinu er stórt atvinnusvæði þar sem mörg af stærstu fyrirtækjum landsins eru með aðsetur.

Eitt af einkennum hverfisins er mikil nánd við náttúruna. Við hverfið er ein helsta útivistarperla borgarinnar, Elliðaárdalurinn. Dalurinn er afar vinsæll meðal hverfisbúa til íþróttaiðkunar og útivistar. Ein fjölsóttasta sundlaug landsins, Árbæjarlaug, er í hjarta hverfisins. Hverfið státar einnig af metnaðarfullu starfi í átta leikskólum, fjórum grunnskólum og fjórum frístundaheimilum, tveimur öflugum félagsmiðstöðvum, Árbæjarsafni og íþróttafélaginu Fylki.

Reykjavíkurborg rekur víðtæka þjónustu í hverfinu, meðal annars í gegnum Þjónustumiðstöð Árbæjar sem staðsett er í Hraunbæ 115.

Fréttir úr hverfinu

24. apríl 2015
Í dag kl. 14 opnar sýningin Hverfisfuglinn í Víkinni, Sjóminjasafninu og er hluti af Barnamenningarhátíð Reykjavíkur 2015. Sýningin er lokauppskera verkefnis um fuglalíf borgarinnar sem átján reykvískir leikskólar taka þátt í. Á sýningunni má sjá fjölbreyttan afrakstur af skapandi vinnu leikskólabarna þar sem hverfisfuglinn þeirra var viðfangsefnið. Sýningin er opin í dag til kl. 17 og bæði laugardag og sunnudag frá kl. 10 til 17. Öll börn og þeir fullorðnir sem fylgja þeim sem koma á sýninguna fá frítt inn á Sjóminjasafnið.
23. apríl 2015
Fjölbreytt dagskrá er í boði fyrir alla fjölskylduna í öllum hverfum borgarinnar í dag, sumardaginn fyrsta.  Þá stendur Barnamenningarhátíð sem hæst með ævintýralegum viðburðum.   
Snyrting í miðborginni. Höfum borgina snyrtilega í sumar og göngum vel um.
22. apríl 2015
Vorhreinsun er komin á fullt skrið í borginni en byrjað er á því að sópa allar skilgreindar hjólaleiðir í Reykjavík þvert á borgarlandið. Næst eru algengustu gönguleiðir sópaðar í allri borginni. Þá verður farið hverfi úr hverfi með sópum og þvotti. Undanfarið hefur garðyrkjufólk borgarinnar unnið að runnaklippingum og snyrtingu runnabeða og teymi á vegum hverfastöðva hafa verið við ýmis konar snyrtingu í miðborginni. Allt miðar þetta að því að hafa Reykjavík fallega þegar sumarið gengur í garð.

Pages