Árbær

Árbær

Hverfið samanstendur af Ártúnsholti, Bæjum, Hálsum, Selási og Norðlingaholti. Í hverfinu er stórt atvinnusvæði þar sem mörg af stærstu fyrirtækjum landsins eru með aðsetur.

Eitt af einkennum hverfisins er mikil nánd við náttúruna. Við hverfið er ein helsta útivistarperla borgarinnar, Elliðaárdalurinn. Dalurinn er afar vinsæll meðal hverfisbúa til íþróttaiðkunar og útivistar. Ein fjölsóttasta sundlaug landsins, Árbæjarlaug, er í hjarta hverfisins. Hverfið státar einnig af metnaðarfullu starfi í átta leikskólum, fjórum grunnskólum og fjórum frístundaheimilum, tveimur öflugum félagsmiðstöðvum, Árbæjarsafni og íþróttafélaginu Fylki.

Reykjavíkurborg rekur víðtæka þjónustu í hverfinu, meðal annars í gegnum Þjónustumiðstöð Árbæjar sem staðsett er í Hraunbæ 115.

Fréttir úr hverfinu

30. júlí 2015
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar ætlar að grípa til aðgerða vegna útbreiðslu trölla-, húna- og bjarnarklóa í Reykjavík.
22. júlí 2015
Leikhús, hreyfing og leikir verða í boði fyrir alla krakka sem koma á Árbæjarsafn sunnudaginn 26. júlí. Bríet blómálfur og Skringill skógarálfur bjóða alla hjartanlega velkomna á jógaleiksýningu kl. 14.00. 
Brunnklukka.
15. júlí 2015
Fræðsludagskrá Reykjavík-iðandi af lífi fyrir sumarið 2015 er komin vel á veg og næsti viðburður verður á laugardaginn 18. júlí kl 13. Þá verður boðið upp á skemmtilega smádýraskoðun við Rauðavatn. Gestir munu taka þátt við að safna ferskvatnssmádýrum eins og brunnklukkum, tjarnatítum, andablóðsugum og hornsílum svo fátt eitt sé nefnt og skoða þau á staðnum. Líffræðingur mun fræða gesti um lífríki vatnsins. Þessi viðburður hentar sérstaklega vel börnum og eru þátttakendur hvattir til að koma með eigin fötur og háfa. Allir eru velkomnir og þátttaka er ókeypis.

Pages