Árbær

Hverfið samanstendur af Ártúnsholti, Bæjum, Hálsum, Selási og Norðlingaholti. Í hverfinu er stórt atvinnusvæði þar sem mörg af stærstu fyrirtækjum landsins eru með aðsetur.

Eitt af einkennum hverfisins er mikil nánd við náttúruna. Við hverfið er ein helsta útivistarperla borgarinnar, Elliðaárdalurinn. Dalurinn er afar vinsæll meðal hverfisbúa til íþróttaiðkunar og útivistar. Ein fjölsóttasta sundlaug landsins, Árbæjarlaug, er í hjarta hverfisins. Hverfið státar einnig af metnaðarfullu starfi í átta leikskólum, fjórum grunnskólum og fjórum frístundaheimilum, tveimur öflugum félagsmiðstöðvum, Árbæjarsafni og íþróttafélaginu Fylki.

Reykjavíkurborg rekur víðtæka þjónustu í hverfinu, meðal annars í gegnum Þjónustumiðstöð Árbæjar sem staðsett er í Hraunbæ 115.

Fréttir úr hverfinu

Þjóðlega klædd ungmenni á Árbæjarsafni.
25. júlí 2014
Sunnudaginn 27. júlí kl. 15 mun Særún Lísa Birgisdóttir þjóðfræðingur vera með leiðsögn um Árbæjarsafn og fjalla um sögu samkynhneigðra í samhengi við safnið.
Nýjar körfur leysa þær gömlu af hólmi
10. júlí 2014
Nýjar körfur og betra skipulag vallarins er meðal endurbóta á 18 brauta frisbígolfvellinum við Gufunesbæinn í Grafarvogi. Endurbæturnar eru meðal verkefna sem íbúar völdu í íbúakosningunum „Betri hverfi”.
Borgarstjori ásamt börnunum af Heiðarborg. Frá vinstri: Katrín Ása, Bragi Kristján, Dagur, Vigdís Sól og Lilja Þöll
2. júlí 2014
Fjögur börn af leikskólanum Heiðarborg í Árbæ heimsóttu borgarstjóra í Ráðhús Reykjavíkur í morgun. Þau afhentu honum bréf þar sem þau greindu frá óskum sínum um lagfærinar á leiktækjum á lóð leikskólans.

Pages