Árbær

Hverfið samanstendur af Ártúnsholti, Bæjum, Hálsum, Selási og Norðlingaholti. Í hverfinu er stórt atvinnusvæði þar sem mörg af stærstu fyrirtækjum landsins eru með aðsetur.

Eitt af einkennum hverfisins er mikil nánd við náttúruna. Við hverfið er ein helsta útivistarperla borgarinnar, Elliðaárdalurinn. Dalurinn er afar vinsæll meðal hverfisbúa til íþróttaiðkunar og útivistar. Ein fjölsóttasta sundlaug landsins, Árbæjarlaug, er í hjarta hverfisins. Hverfið státar einnig af metnaðarfullu starfi í átta leikskólum, fjórum grunnskólum og fjórum frístundaheimilum, tveimur öflugum félagsmiðstöðvum, Árbæjarsafni og íþróttafélaginu Fylki.

Reykjavíkurborg rekur víðtæka þjónustu í hverfinu, meðal annars í gegnum Þjónustumiðstöð Árbæjar sem staðsett er í Hraunbæ 115.

Fréttir úr hverfinu

Leikið við Gufunesbæ
23. apríl 2014
Sumardeginum fyrsta verður fagnað með margvíslegri skemmtun fyrir börn og fullorðna í hverfum borgarinnar, s.s. skrúðgöngum og hljóðfæraleik. 
Höfundar sýningastandanna
23. apríl 2014
Hugmyndaleit vegna sýningarstanda utanhúss lauk nýlega. Hildur Steinþórsdóttir og Kristrún Thors eru höfundar vinningstillögunnar og verður lokaútfærsla sýningarstandanna í þeirra höndum.  Standarnir verða smíðaðir í sumar og fyrsta útisýningin opnuð í kjölfarið.
22. apríl 2014
Í nýju fréttabréfi skóla- og frístundasviðs, sem sent er til foreldra og starfsfólks sviðsins, má lesa um mörg af þeim fjölbreyttu viðfangsefnum sem unnið er að á sviðinu. 

Pages