Árbær

Hverfið samanstendur af Ártúnsholti, Bæjum, Hálsum, Selási og Norðlingaholti. Í hverfinu er stórt atvinnusvæði þar sem mörg af stærstu fyrirtækjum landsins eru með aðsetur.

Eitt af einkennum hverfisins er mikil nánd við náttúruna. Við hverfið er ein helsta útivistarperla borgarinnar, Elliðaárdalurinn. Dalurinn er afar vinsæll meðal hverfisbúa til íþróttaiðkunar og útivistar. Ein fjölsóttasta sundlaug landsins, Árbæjarlaug, er í hjarta hverfisins. Hverfið státar einnig af metnaðarfullu starfi í átta leikskólum, fjórum grunnskólum og fjórum frístundaheimilum, tveimur öflugum félagsmiðstöðvum, Árbæjarsafni og íþróttafélaginu Fylki.

Reykjavíkurborg rekur víðtæka þjónustu í hverfinu, meðal annars í gegnum Þjónustumiðstöð Árbæjar sem staðsett er í Hraunbæ 115.

Fréttir úr hverfinu

11. apríl 2014
Hvatningarverðlaun velferðarráðs voru afhent við hátíðlega athöfn 10.apríl að Droplaugarstöðum. Fram kom í máli formanns ráðsins, Bjarkar Vilhelmsdóttur, að mikill mannauður býr í faglegu og óeigingjörnu starfi starfsmanna velferðarsviðs.
10. apríl 2014
 Fjölmargir hafa spreytt sig á Listagátu RÚV og Listasafns Reykjavíkur sem hófst á vefnum ruv.is fyrir nokkrum vikum. 
Mikið magn af sandi liggur á stígunum eftir veturinn, en hreinsun  miðar þó vel
9. apríl 2014
„Við grófsópum fyrst og í seinni umferðinni spúlum við með vatni allar húsagötur og ákveðnar tengibrautir,“ segir Guðjóna Björk Sigurðardóttir skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins um verklagið sem viðhaft er við hreinsun gatna og stíga. 

Pages