Árbær

Árbær

Hverfið samanstendur af Ártúnsholti, Bæjum, Hálsum, Selási og Norðlingaholti. Í hverfinu er stórt atvinnusvæði þar sem mörg af stærstu fyrirtækjum landsins eru með aðsetur.

Eitt af einkennum hverfisins er mikil nánd við náttúruna. Við hverfið er ein helsta útivistarperla borgarinnar, Elliðaárdalurinn. Dalurinn er afar vinsæll meðal hverfisbúa til íþróttaiðkunar og útivistar. Ein fjölsóttasta sundlaug landsins, Árbæjarlaug, er í hjarta hverfisins. Hverfið státar einnig af metnaðarfullu starfi í átta leikskólum, fjórum grunnskólum og fjórum frístundaheimilum, tveimur öflugum félagsmiðstöðvum, Árbæjarsafni og íþróttafélaginu Fylki.

Reykjavíkurborg rekur víðtæka þjónustu í hverfinu, meðal annars í gegnum Þjónustumiðstöð Árbæjar sem staðsett er í Hraunbæ 115.

Fréttir úr hverfinu

Betri hverfi í þrívídd
31. október 2014
Spennandi tilraun í íbúalýðræði verður framkvæmd á morgun laugardaginn 1. nóvember.  Þá geta Reykvíkingar og aðrir forvitnir heimsótt Lýðræðismiðstöðina í Laugardal og tekið þátt í netspjalli í þrívíddarumhverfi um hugmyndir að Betri hverfum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík opnar netspjallið kl. 15.
30. október 2014
Sýningarnar Flatland eftir Sirru Sigrúnu Sigurðardóttur (f. 1977) og Veraldir og vegir eftir austurríska listamanninn Gunter Damisch (f.1958) verða opnaðar í Hafnarhúsinu laugardaginn 1. nóvember klukkan 16.
    
Blámóða yfir borginni fyrr í októbermánuði
29. október 2014
Samkvæmt Veðurstofu Íslands er líklegt að gasmengun geti síðdegis í dag og á morgun borist frá eldgosinu í Holuhrauni til höfuðborgarinnar og er möguleiki á að mengunar verði vart um tíma. 

Pages