Árbær

Árbær

Hverfið samanstendur af Ártúnsholti, Bæjum, Hálsum, Selási og Norðlingaholti. Í hverfinu er stórt atvinnusvæði þar sem mörg af stærstu fyrirtækjum landsins eru með aðsetur.

Eitt af einkennum hverfisins er mikil nánd við náttúruna. Við hverfið er ein helsta útivistarperla borgarinnar, Elliðaárdalurinn. Dalurinn er afar vinsæll meðal hverfisbúa til íþróttaiðkunar og útivistar. Ein fjölsóttasta sundlaug landsins, Árbæjarlaug, er í hjarta hverfisins. Hverfið státar einnig af metnaðarfullu starfi í átta leikskólum, fjórum grunnskólum og fjórum frístundaheimilum, tveimur öflugum félagsmiðstöðvum, Árbæjarsafni og íþróttafélaginu Fylki.

Reykjavíkurborg rekur víðtæka þjónustu í hverfinu, meðal annars í gegnum Þjónustumiðstöð Árbæjar sem staðsett er í Hraunbæ 115.

Fréttir úr hverfinu

26. mars 2015
Vinnuvika borgarstjóra hélt áfram í hverfi Árbæjar og Grafarholts í dag, fimmtudaginn 26. mars. Auk þess að sitja fund borgarráðs kynnti hann sér þjónustumiðstöðina í hverfinu, heilsugæsluna og félagsstarfið  í Hraunbæ 105.
25. mars 2015
Umhverfisnefnd elstu barnanna í leikskólanum Heiðarborg í Seláshverfi fundaði með borgarstjóra í morgun og kynnti honum hvernig börnin gæta umhverfisins alla daga. 
Fundurinn í Árbæjarskóla var fjölsóttur.
25. mars 2015
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ávarpaði fjölsóttan íbúafund í Árbæjarskóla í gærkvöldi. Fjörugar umræður sköpuðust á fundinum um tækifærin í Árbæ og komu íbúar fram með ýmsar ábendingar um hverfið. Auk borgarstjóra kynntu nokkur ungmenni úr frístundamiðstöðinni Tíunni lýðræðisverkefni sem þau hafa unnið að á undanförnum misserum. Ævar Harðarson kynnti hverfisskipulag í Árbænum og Björn Gíslason formaður Fylkis kynnti hugmyndir félagsins að uppbyggingu.

Pages