Árbær

Árbær

Hverfið samanstendur af Ártúnsholti, Bæjum, Hálsum, Selási og Norðlingaholti. Í hverfinu er stórt atvinnusvæði þar sem mörg af stærstu fyrirtækjum landsins eru með aðsetur.

Eitt af einkennum hverfisins er mikil nánd við náttúruna. Við hverfið er ein helsta útivistarperla borgarinnar, Elliðaárdalurinn. Dalurinn er afar vinsæll meðal hverfisbúa til íþróttaiðkunar og útivistar. Ein fjölsóttasta sundlaug landsins, Árbæjarlaug, er í hjarta hverfisins. Hverfið státar einnig af metnaðarfullu starfi í átta leikskólum, fjórum grunnskólum og fjórum frístundaheimilum, tveimur öflugum félagsmiðstöðvum, Árbæjarsafni og íþróttafélaginu Fylki.

Reykjavíkurborg rekur víðtæka þjónustu í hverfinu, meðal annars í gegnum Þjónustumiðstöð Árbæjar sem staðsett er í Hraunbæ 115.

Fréttir úr hverfinu

1 stigs frost og vindur þegar skrifað var undir viljayfirlýsingu í Seljahverfi
23. janúar 2015
Í dag skrifuðu Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Gísli Örn Bjarnhéðinsson framkvæmdastjóri Búseta undir viljayfirlýsingu þess efnis að Búseti fái byggingarrétt fyrir 226 íbúðir á nokkrum stöðum í borginni.  Þetta er til viðbótar við þær 225 íbúðir sem Búseti er með í undirbúningi eða smíðum. Alls er því gert ráð fyrir að um 450 búseturéttaríbúðir verði byggðar í Reykjavík af Búseta á næstu 3 – 5 árum.
Ferðaþjónusta fatlaðs fólks.
22. janúar 2015
Á fundi velferðarráðs í dag var samþykkt að að breyta gjaldskrá ferðaþjónustu fatlaðs fólks til að koma til móts við þarfir fatlaðs fólks.   
Salt og sandur er til reiðu fyrir íbúa.
19. janúar 2015
Íbúar í Reykjavík hafa margir sótt sér salt og sand til að bæta öryggi á gönguleiðum í nágrenni sínu og heimkeyrslum, að sögn Björns Ingvarssonar deildarstjóra þjónustumiðstöðvar borgarlandsins.  

Pages