• ""

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin 26. og 27. nóvember. Boðið verður upp á dagskrá fyrir alla fjölskylduna við Menningarhúsin í Kópavogi.Tendrað verður á jólatréi Kópavogsbæjar kl. 16 þann 26. nóvember við lúðraþyt og söng. Jólasveinar og jólaköttur líta í heimsókn auk Villa og Sveppa.

Jólakræsingar og varningur verður til sölu á jólamarkaði og jóladagskrá í Menningarhúsunum alla helgina.  Hinn árlegi laufabrauðsdagur félagsmiðstöðvar aldraðra í Gjábakka verður á laugardeginum 26. nóvember frá kl. 13-17 og listamenn í Hamraborg og Auðbrekku hafa opið hús.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

1 + 1 =